BREKKUSÖNGUR Á FLÚÐUM 2023

Textar fyrir brekkusöng á Flúðum
Sunnudagskvöld 6. ágúst frá 2200 til 23:00.

01. Ég veit þú kemur

Ég veit þú kemur í kvöld til mín
þó kveðjan væri stutt í gær
ég trúi ekki á orðin þín
ef annað segja stjörnur tvær

Og þá mun allt verða eins og var
sko áður en þú veist, þú veist
og þetta eina sem út af bar
okkar á milli í friði leyst

Og seinna þegar tunglið
hefur tölt um langan veg
þá tölum við um drauminn
sem við elskum þú og ég

Ég veit þú kemur í kvöld til mín
þó kveðjan væri stutt í gær
ég trúi ekki á orðin þín
ef annað segja stjörnur tvær

02. Álfheiður Björk

Álfheiður Björk, ég elska þig,
hvað sem þú kannt að segja við því.
Ég veit annar sveinn ást þína fær.
Hvað get ég gert? Hvað get ég sagt?

Þú mátt ekki láta þennan dóna.
Þennan fylliraft og róna, glepja þig.
Þú mátt ekki falla í hans hendur,
oft hann völtum fótum stendur.
O, hlustaðu á mig
því ég elska þig, Álfheiður Björk.

Álfheiður Björk, ég elska þig.
Líf mitt er einskis virði án þín.
Segð'að þú sért mín alla tíð.
Álfheiður Björk ég eftir þér býð.

Þú mátt ekki láta þennan dóna.
Þennan fylliraft og róna, glepja þig.
Þú mátt ekki falla í hans hendur,
oft hann völtum fótum stendur.
Ó, hlustaðu á mig
því ég elska þig, Álfheiður Björk.
Álfheiður Björk...
Því ég elska þig Álfheiður Björk

03. Vegbúinn

Þú færð aldrei'að gleyma
þegar ferð þú á stjá.
Þú átt hvergi heima
nema veginum á.

Með angur í hjarta
og dirfskunnar móð
þú ferð þína eigin,
ótroðnu slóð.

Vegbúi, sestu mér hjá.
Segðu mér sögur,
já, segðu mér frá.
Þú áttir von,
nú er vonin farin á brott
flogin í veg.

04. Þórsmerkurljóð

Ennþá geymist það mér í minni,
María, María,
hvernig við fundumst í fyrsta sinni,
María, María.
Upphaf þess fundar var í þeim dúr,
að ætluðum bæði í Merkurtúr.
María, María, María, María, María, María.

Margt skeður stundum í Merkurferðum,
María, María,
mest þó ef Bakkus er með í gerðum,
María, María.
Brátt sátu flestir kinn við kinn
og kominn var galsi í mannskapinn.
María, María, María, María, María, María.

Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér,
María, María,
síðan ætla' ég að sofa hjá þér,
María, María.
Svo örkum við saman vorn æviveg
er ekki tilveran dásamleg.
María, María, María, María, María, María.

05. Vertu ekki að plata mig

Ég sá hana í horninu á Mánabar
Hún minnti mig á Brendu Lee
Ég skellti krónu í djúkboxið
Og hækkaði vel í því

Hún þagði bara og lakkaði á sér neglurnar
Og þóttist ekki taka eftir mér
Í hægðum mínum labbaði að borðinu
Og sagði hátt

Komdu með, ég bið þig
Komdu með, ég bið þig
Ég vona að þú segir ekki nei við mig
Því trúðu mér, ég dái þig
Það eina sem skiptir máli, ert þú og ég

Vertu ekki að plata mig,
Þú ert bara að nota mig
Ég er ekki eins og allar stelpurnar
Sem hoppa upp í bíla, með hverjum sem er.

06. Take me home, Country Roads

Country Roads take me home
To the place I belong
West Virginia, mountain mamma.
Take me home, country roads.

Almost heaven, West Virginia,
Blue Ridge Mountains, Shenandoah River.
Life is old there, older than the trees,
Younger than the mountains growin' like a breeze

Country Roads take me home...

All my mem'ries gather round her,
Miner's lady, stranger to blue water.
Dark and dusty, painted on the sky,
Misty taste of moonshine, teardrop in my eye.

Country Roads take me home...

I hear her voice,
in the mornin' hours she calls me,
The radio reminds me
of my home far away,
And drivin' down the road I get a feelin'
That I should have been home
yesterday, yesterday

Country Roads take me home...

07. Ljúft að vera til

Eyja meyja og peyja, lof mér að segja,
ó, hve ljúft það er að vera til.
Eyja meyja og peyja, lof mér að segja,
ó, hve ljúft það er að vera til.

Sóló - Du du du dudduru...

Eyja meyja og peyja, lof mér að segja,
ó, hve ljúft það er að vera til.
Eyja meyja og peyja, lof mér að segja,
ó, hve ljúft það er að vera til,
ó, hve ljúft það er að að hafa þig,
ó, hve ljúft það er að að vera á Þjóðhátíð.

08. Reyndu aftur

Þú reyndir allt,
til þess að ræða við mig
Í gegnum tíðina ég
hlustaði ekki á þig

Ég gekk áfram minn veg,
niður til heljar hér um bil.
Reyndu aftur,
ég bæði sé og veit og skil.

Nú hvert sem er,
skal ég fylgja þér.
Yfir Esjuna
til tunglsins, trúðu mér.

Ég gekk minn breiða veg,
niður til heljar hér um bil.
Reyndu af.. tur, ég bæði sé og veit,
Reyndu af.. tur, ég bæði sé og veit,
Reyndu af.. tur, ég bæði sé og veit
og skil.

09. Ég fann þig

Ég hef allt líf mitt leiðað að þér
leitað og spurt, sértu þar eða hér.
Því ég trúði aða til værir þú
trúði og ég á þig nú.

Loksins ég fann þig, líka þú sást mig
Ljóminn úr brúnu augunum skein.
Haltu mér fast í hjarta þér veistu
að hjá mér er aðeins þú ein.

10. Fram á nótt

Börn, og aðrir minna þroskaðir menn
fóru að gramsa í mínum einkamálum
þegar ég var óharðnaður enn
og átti erfitt með að miðla málum.

Þú varst að ganga rekin í kút
til þess að verða fyrir aðkasti mannana
þó að þú lítir alls ekki út
fyrir að lifa eftir lögum þess bannaða.

En hvernig kemst ég inn þegar allt er orðið hljótt
þá verða menn um sinn að djamma fram á nótt.
En hvernig kemst ég inn þegar allt er orðið hljótt
þá vera með um sinn að djamma.

11. Fly on the wings of love

In the summer night, when the moon shines bright
feeling love forever.

And the heat is on when the daylight's gone
Still - happy together.

There's just one more thing I'd like to add
She's the greatest love I've ever had.

Fly on the wings of love
fly,baby, fly
reaching the stars above
Touching the sky

And as time goes by, there's a lot to try
and I'm feeling lucky.

In the softest sand, smiling hand in hand
love is all around me.

There's just one more thing I'd like to add
She's the greatest love I've ever had.

Fly on the wings of love
fly, baby, fly
reaching the stars above
Touching the sky
If you just fly
Fly on the wings of love
Reaching the stars above
Touching the sky

12. ÞÁ STUNDI MUNDI

Í æðandi stórstjó og brjáluðum bil
báturinn tæplega toldi á kil.
Og þegar hann stakst oní öldunar gil
ældi Mundi í lestinni lengst upp á þil.

Og þá stundi Mundi, þett’er nóg þett’er nóg
ég þol’ekki lengur að þvælast á sjó.

Svo rann hann í slori og hann rann á ný
og steinbítur beit hann svo rassgatið í.
Með helvítið hangandi aftan í sér,
hann snéri sér bölvand’og ragnand’ að mér.

Og þá stundi Mundi, þett’er nóg þett’er nóg
ég þol’ekki lengur að þvælast á sjó.

Já eitt sinn við Grænland hann útbyrðis féll
í ískaldann sjóinn og fékk magaskell.
Í krapinu fannst hann svo kaldur og sár
og fannst ekki aftur fyrr’en eftir ár.

Og þá stundi Mundi, þett’er nóg þett’er nóg
ég þol’ekki lengur að þvælast á sjó.

13. Á SJÓ

Á sjó þeir sóttu fyrr
Og sigldu um höfin blá.
Þeir eru fræknir fiskimenn
og fást við úfinn sjá.
Milli hafna’ um heiminn
Þeir halda sína leið.
Á sjó þeir sækja enn
og sigla’ um höfin breið.
Á sjóóóóóó... á sjó!

14. Við drekkum Jameson

Við drekkum Jameson, við drekkum Jameson.
Allan daginn út og inn.
Við blásum ekki úr nösum,
af nokkrum vískíglösum
en vömbin er þétt og tekur í. (Aftur)

15. Hryssan mín blá

Hryssan mín blá, hryssa, hryssa blá
segðu þeim okkar ævintýrumfrá,
sjaldan við vorum heimaslóðum á
við vorum alltaf þeim frá,já.

Manstu mín kæra gresjurnar
Akrafjöllin, Esjurnar?
já, manst´er við riðum dalina
og alla fjalla salina?

Hryssan mín blá...

16. Ég sé um hestinn

Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn.
Við skulum hleypa á skeið.
Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn.
Við skulum fara í útreið reið.
Út í myrkrið, meðfram ánni,
fram hjá hunangshlöðunni
við munum ríða, en sú blíða,
þar til örlar á dagsbirtunni.

Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn.
Við skulum hleypa á skeið.
Ég sé um hestinn, þú sérð um hnakkinn.
Við skulum fara í útreið reið.

17. Ríðum sem fjandinn

Ríðum og ríðum og rekum yfir sandinn,
ríðum sem fjandinn
sláum í gandinn
svo að skemmti sér landinn.

Ríðum og ríðum og rekum yfir sandinn,
ríðum sem fjandinn
sláum í gandinn
þetta er stórkostleg reið.

Glóð er enn í öskunni
og flatbrauðsneið í töskunni
lögg er enn í flöskunni
við komum öskufullir heim.

18. Góða ferð

Góða ferð, góða ferð, góða ferð
góða ferð já það er allt og síðan bros.
Því ég geymi alltaf vinur það allt er gafstu mér
góða ferð, vertu sæll já góða ferð.

Þó farir þú í fjarlægð kæri vinur
og fætur þínir stígi ókunn skref.
Hve draumar ræst haf’aftur þú áður sagðir mér
þín ást var mín og brosin geymt ég hef.

Góða ferð, góða ferð, góða ferð
góða ferð já það er allt og síðan bros.
Því ég geymi alltaf vinur það allt er gafstu mér,
góða ferð, vertu sæll já góða feeeeeerð.
Góða ferð, vertu sæll já góða feeeeeerð.

19. Í síðasta skipti

Ég man það svo vel.
Manstu það hvernig ég sveiflaði þér.
Fram og til baka í örmunum á mér.
Ég man það, ég man það svo vel.

Mmm Því þessar minningar, minningar kvelja mig, kvelja mig.
Gerðu það, leyf mér að leiða þig.

Í síðasta skipti.
Haltu í höndina á mér og ekki sleppa.
Sýndu mér aftur hvað er að elska.
Og o-o-o-o
Segðu mér,
að þú finnir ekkert og enga neista.
Og slokknað í þeim glóðum sem brunnu heitast
þá rata ég út.

Ég man það svo vel.
Manstu það hvernig þú söngst alltaf með.
Hver einasta bílferð sem tónleikar með þér.
Ég man það, ég man það svo vel.

Mmm Því þessar minningar, minningar kvelja mig, kvelja mig,
gerðu það, leyf mér að leiða þig.

Í síðasta skipti.
Haltu í höndina á mér og ekki sleppa.
Sýndu mér aftur hvað er að elska.
Og o-o-o-o
Segðu mér,
að þú finnir ekkert og enga neista
og slokknað í þeim glóðum sem brunnu heitast.
Þá rata ég út.

20. Endurfundir

Ég hef saknað þín svo mikið frá því síðast er ég sá þig
og ég þorði ekki að segja hvað bjó í hjarta mér.
En ég get ei lengur þagað er ég horfi svona á þig
því loksins hef ég skilið hvað ástarsæla er.

Ó vertu alltaf hjá mér, þú mátt aldrei fara frá mér.
Ég skal vera þér eins góður og ég mögulega get.
Því ég elska þig svo mikið að ég gæti næstum dáið
fyrir aðeins þessa einu nótt í faðmi þér.

Ó vertu alltaf hjá mér...

21. Farin

Ertu þá farin,
ertu þá farin frá mér?
Hvar ertu núna,
hvert liggur mín leið?
Spyrjum hvort annað
hvort fari ég einn í nótt.

Það er liðinn smá tími
og ég valdi þessi orð
Skrítið hvað tíminn fer þér vel
Nóttin siglir að,
minningin um þig
kemur og stimplar sig inn.

Ertu þá farin, (farin)
ertu þá farin frá mér?
Hvar ertu núna, (núna)
hvert liggur mín leið?
Spyrjum hvort annað
hvort fari ég einn í nótt.

Ertu þá farin,
ertu þá farin frá mér?

22. Sódóma

Skuggar í skjóli nætur skjóta rótum sínum hér.
Farði og fjaðrahamur, allt svo framandi er.

Fyrirheit enginn á, aðeins von eða þrá.
Svo á morgun er allt liðið hjá.

Sviti og sætur ilmur saman renna hér í eitt.
Skyrta úr leðurlíki getur lífinu breytt.

Fyrirheit enginn á, aðeins von eða þrá.
Tíminn fellur í gleymskunnar dá.
Fyrirheit enginn á, aðeins drauma og þrá.
Svo á morgun er allt liðið hjá.

Hérna er allt sem hugurinn gæti girnst.
já og eðal guðaveigar
Nóttin er ung og hún iðar í takt við þig.
Allt getur gerst og eflaust gerist það víst
bara bruggið ef þú teigar.

Svo er svifið þöndum vængjum.
Svo er svifið þöndum vængjum.

Sódóma!

23. Stál og hnífur

Þegar ég vaknaði um morguninn,
er þú komst inn til mín.
Hörund þitt eins og silki,
andlitið eins og postulín.

Við bryggjuna bátur vaggar hljótt
í nótt mun ég deyja.
Mig dreymdi dauðinn sagði: Komdu fljótt,
það er svo margt sem ég ætla þér að segja.

Ef ég drukkna, drukkna í nótt,
ef þeir mig finna.
Þú getur komið og mig sótt,
þá vil ég á það minna.

Stál og hnífur er merkið mitt,
merki farandverkamanna.
Þitt var mitt og mitt var þitt
meðan ég bjó á meðal manna.

24. Ég er kominn heim / Ferðalok

Er völlur grær og vetur flýr
og vermir sólin grund.
Kem ég heim og hitti þig,
verð hjá þér alla stund.

Við byggjum saman bæ í sveit
sem brosir móti sól.
Þar ungu lífi landið mitt
mun ljá og veita skjól.

Sól slær silfri á voga,
sjáðu jökulinn loga.
Allt er bjart fyrir okkur tveim,
því ég er kominn heim.

Að ferðalokum finn ég þig
sem mér fagnar höndum tveim.
Ég er kominn heim,
já, ég er kominn heim.

Sól slær silfri á voga,
sjáðu jökulinn loga.
Allt er bjart fyrir okkur tveim,
því ég er kominn heim.

25. Manstu ekki eftir mér

Ég er á vestur leiðinni, á háheiðinni.
Á hundrað og tíu, ég má ekki verða of seinn. O - ó.

Það verður fagnaður mikill vegna opnunar,
fluggrillsjoppunnar.
Svo ég fór, og pantaði borð fyrir einn.

Manstu’ ekki eftir mér?
Mikið líturðu vel út beibí frábært hár.
Manstu’ ekki eftir mér?
Hvar ertu búin að vera öll þessi ár.

Ég hef nokkurn lúmskan grun um að, ein gömul vinkona
geri sér ferð þangað líka. Ég veit hvað ég syng... O - ó

Hún er á svotil á sama aldri og ég,
asskoti hugguleg og svo er, hún á hraðri leið inn á þing.

Manstu’ ekki eftir mér?
Mikið líturðu vel út beibí frábært hár.
Manstu’ ekki eftir mér?
Hvar ertu búin að vera öll þessi ár.

26. Fiskinn minn

Eitt sinn fór hún Stína litla á sjó
með pabba sínum.
Hún veiddi ofurlitla bröndukló
með öngli fínum.

Daginn eftir mamma plokkfisk bjó.
Stína vildi ei borð'ann.
Hvað þá, viltu ekki fiskinn, Stína þó,
pabbinn tók til orða.

Fiskinn minn,
nammi, nammi, namm.

27. Ævintýri

La la la la la Ævintýri enn gerast
La la la la la Ævintýri enn gerast

Áður þá oftast álfar og tröll
í ævintýrum unnu verk snjöll.

En stúlkan sem ég elska og eina kýs,
inn í líf mitt kom eins og álfadís.

La la la la la Ævintýri enn gerast
La la la la la Ævintýri enn gerast

28. Traustur vinur

Enginn veit fyrr en reynir á,
hvort vini átt þú þá
Fyrirheit gleymast þá furðufljótt,
þegar fellur á niðdimm nótt.
Já sagt er að þegar af könnunni ölið er
fljótt þá vinurinn fer
Því segi ég það ef þú átt vin í raun,
fyrir þína hönd guði sé laun

Því stundum verður mönnum á,
styrka hönd þeir þurfa þá
Þegar lífið allt í einu sýnist
einskinsvert
Gott er að geta tala við
Traustur vinur getur gert kraftaverk

29. Í larí lei

Komd'u að leika, komd'u að leika
komd'í fullt af leikjum nú.
Komd'að hopa komd'að sippa.
Öll við saman syngjum nú.

Í larí larí larí lei,
Oh oh oh
í larí larí larí lei
Oh oh oh
í larí larí larí lei
Oh oh oh

Fram og aftur upp og niður
aldrei af því fáum nóg.

30. Frystikistulagið

Ég vaknaði á sunnudagsmorguninn
og sá þá allt í nýju ljósi.
Hún lá þarna við hliðina á mér blessunin
og minnti mig á belju í fjósi.

Ég ákvað þarna um morguninn að kál’enni
og velti henni því á bakið.
Tók og snéri upp á hausinn á henni
og vafð'ana svo inn í lakið.

Já það er gott að vera laus við þessa leiðinda tík
Hvað á ég nú að gera við þetta lík.

Ég sett’ana ofan í frystikistu saman við brauð
en þegar ég ætlaði að loka.
Þá hreyfð’ún sig hún var víst ekki alveg dauð
svo ég ákvað þarna aðeins að doka.

Hausinn á henni hann var hálfur af
og á hana skelfdur ég starði.
Hún lá þarna í pörtum ég get svarið það
Til öryggis ég í hana barði.

Hún öskraði og kom þar með upp um sig
augun voru stjörf af ótta.
Hún bað mig að hætta, já hún grátbað mig
og reyndi svo að leggja á flótta.

En ég var sneggri og greip í hennar hár
og í það fast ég rykkti.
Dró hana til mín lipur og frár
Náði ég henni og kyrkti.

Já það er gott að vera laus við þetta leiðinda skass
Hvað á ég nú að gera við þetta hlass.

Oj bara, oj bara, oj bara ullabjakk.
Oj bara, oj bara, oj bara ullabjakk.
Oj bara, oj bara, oj bara ullabjakk.
Oj bara, oj bara, oj bara ullabjakk.

Þá dyrabjallan hringdi og mér dauðbrá
Hvað átti ég nú að gera.
Ég strunsaði út að glugganum og þá ég sá
að þetta myndi lögreglan vera.

Ég ákvað í flýti að fela mig
og fór ofan í frystikistu.
Þarna myndi löggan aldrei finna mig
Allavega ekki í fyrstu.

Þá allt í einu mundi ég þar sem ég lá
að fjandans frystikistan var læst utanfrá.

31. Sumarnótt

Húmar að kveldi,
nóttin læðist inn.
Dúnalogn í dalnum,
rætist draumur minn.

Með hnotubrúnum augum,
horfir þú til mín,
í öllum mínum æðum
brennur ást til þín

Söngvar óma úr hverju tjaldi,
gleðja sérhvert hjarta
Þjóðhátíðarstemningin
og sumarnóttin bjarta.
Haltu mér í örmum þínum
þú undraveröld, eyjar,
alltof stuttur þessi tími
í faðmi yngismeyjar.

Þú strýkur mér um vangann,
heit er þín hönd
atlot þín mig senda
í ævintýralönd
Við mildan bjarma logans,
gleymum stað og stund,
enginn betri staður
fyrir ástarfund

Söngvar óma úr hverju tjaldi...

32. Útihátíð

Þið sem komuð hér í kvöld
(vonandi skemmtið ykkur vel)
Ég veit þið höfðuð með ykkur tjöld
(drekkið ykkur ekki í hel)

Þið komuð ekki til að sofa
(í tjaldi verðið ekki ein)
fjöri skal ég ykkur lofa
(dauður bak við næsta stein).

Upp á palli, inn í tjaldi, útí fljóti
vonandi skemmtið ykkur vel.
Illa drukkin, inní skógi, hvar er tjaldið,
vonandi skemmtið ykkur vel.

Þetta er söngur til þín og mín
(þú mátt alveg syngja með)
okkar sem drekkum eins og svín
(svo fljóti út um eyru og nef).

Upp á palli, inn í tjaldi, útí fljóti
vonandi skemmtið ykkur vel.
Illa drukkin, inní skógi, hvar er tjaldið,
vonandi skemmtið ykkur vel.

33. Lífið er yndislegt

Á þessu ferðalagi fylgjumst við að.
Við eigum örlítinn vonarneista fyrir hvort annað.
Í ljósu mánaskini vel ég mér stund og segi:
Ég myndi klífa hæstu hæðir fyrir þig.
Ég væri ekkert án þín, myrkrið hverfur því að...

Lífið er yndislegt, sjáðu,
það er rétt að byrja hér.
Lífið er yndislegt með þér.

Blikandi stjörnur skína himninum á.
Hún svarar, ég trúi varla því sem augu mín sjá
og segir ég gef þér hjarta mitt þá skilyrðislaust
Ég veit að þú myndir klífa hæstu hæðir fyrir mig
Ég væri ekkert án þín, myrkrið hverfur því að...

Lífið er yndislegt, sjáðu,
það er rétt að byrja hér.
Lífið er yndislegt með þér.

Nóttin hún færist nær, hér við eigum að vera.
núna ekkert okkur stöðvað fær
undir stjörnusalnum, inní herjólfsdalnum.

Lífið er yndislegt, sjáðu,
það er rétt að byrja hér.
Lífið er yndislegt með þér.